Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Áhorfendum að kenna ef verkið endar illa

Mynd:  / 

Áhorfendum að kenna ef verkið endar illa

25.01.2019 - 17:37

Höfundar

Norræn goðafræði er meginviðfangsefnið í nýju íslensku leikriti eftir Ævar vísindamann - sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 31. janúar. Engar tvær sýningar verða eins því áhorfendur sjálfir fá að ráða för.

Þitt eigið leikrit - Goðsaga byggist á bók Ævars Þórs Benediktssonar Þín eigin Goðsaga. Hún er ein af mörgum sem prýða bókaflokk Ævars þar sem vald höfundarins lýtur í lægri haldi fyrir forvitni og geðþótta lesandans. 
 
„Þessi hugmynd er byggð á formi frá Bandaríkjunum sem kviknar í kringum 1970. Það var maður sem var alltaf að segja börnunum sínum sögur á kvöldin og leyfði þeim að ákveða hvernig sögurnar myndu enda,“ segir Ævar í viðtali við Menninguna. „Honum datt síðan í hug að setjast niður og breyta þeim í bækur. Þetta form er kallað „choose your own adventure“. Margir hafa leikið sér með þetta form, það er til ævisaga þar sem þú ræður hvað gerist. Það eru til sjónvarpsþættir sem eru svona og nú er komið leikrit.“

Mynd með færslu
 Mynd:

Alls býður sýningin upp á 1294 leiðir í gegnum heim norrænnar goðafræði. Stefán Hallur Stefánsson leikstjóri segir að því fylgi margar og fjölbreytilegar áskoranir. Hver sýning sé í raun frumsýning. „Í rauninni höfum við verið að takast á við nýtt leikhúsform sem þýðir að allir hinir hefðbundnu verkferlar eiga ekki alveg við. Við þurftum dálítið að finna upp hjólið að mörgu leyti.“ Það hafi verið mjög gaman fyrir sig að sjá hvernig leikararnir tækli verkefnið. „Það er mismunandi eftir leiðum hversu oft við stoppum og við hvað. Áhorfendur eru með fjarstýringar þar sem boðið er upp á valkosti sem þeir bara taka lýðræðislega kosningu um, að meðaltali svona myndi ég segja 7 til 8 sinnum í leið.“
 
Ævar hlakkar mikið til að sjá afraksturinn á sviði. „Ef bókin endar illa þá geturðu alltaf flett til baka og séð aðra leið. En ef þú tekur slæma ákvörðun hér þá verður þú bara að standa með henni og þetta leikrit getur svo sannarlega endað illa. En ef það endar illa þá er það algjörlega gestunum að kenna, ekki okkur.“

Fjallað var um sýninguna í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Fastagestir tróna á toppi bóksölulistans

Bókmenntir

Ævar Þór tilnefndur til virtra verðlauna

Bókmenntir

„Lesandinn ræður hvað gerist“

Bókmenntir

Ævar vísindamaður skrifar ofurhetjur