AGS: Huga ætti að því að leysa upp ÍLS

19.12.2014 - 10:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fagnar undirbúningi að losun fjármagnshafta. Sendinefndin hefur verið hér á landi undanfarna daga og birtir í dag lokayfirlýsingu sína. Stjórnvöld ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalánasjóð.

Sendinefndin hefur verið hér á landi undanfarna daga og birtir í dag lokayfirlýsingu sína. Þá telur sendinefnd sjóðsins að stjórnvöld hafi hafið mikilvægar endurbætur á virðisaukaskattkerfinu og fjárlög séu í samræmi við að lækka skuldir ríkissjóðs. Mælt er með aðgerðum til að styðja hagvöxt. til dæmis opinberri fjárfestingu í vegakerfi og heilbrigðismálum.

Sendinefndin segir að helsta viðfangsefni á sviði hagstjórnar sé að styrkja fjárhagsleg tengsl Íslands við umheiminn. Þá séu ákveðnir veikleikar fyrir hend - óvissa vegna losunar haftanna, þrýstingur á launahækkanir og lagaleg óvissa um skatt á fjármálafyrirtæki, verðtryggingu. Þá telur sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stjórnvöld ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalánasjóð.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi