Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Agnes og Sigurður efst

23.03.2012 - 17:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Búið er að telja atkvæði sem greidd voru í biskupsskjöri.Efst voru Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík sem fékk 131 atkvæði, rúm 27% atkvæða og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju kom henni næstur, fékk 120 atkvæði, rúm 25%.

Á kjörskrá voru 502 og greidd voru 477 atkvæði. 1 seðill var ógildur. 95% þátttaka var í kosningunni.

Sigríður Guðmarsdóttir kom þeim næst fékk 76 atkvæði. Frambjóðendur voru átta og auk þeirra fékk Arnfríður Guðmundsdóttir sem ekki hafði gefið sérstaklega kost á sér í biskupskjöri eitt atkvæði. Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta atkvæða verður kosið að nýju milli Agnesar og Sigurðar. Úrslit þeirra kosningar verða að öllum líkindum ljós í apríl.  

Atkvæði féllu þannig:

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir fékk 131 atkvæði 27,5%
Sr. Gunnar Sigurjónsson fékk 33 atkvæði 6,9%
Sr. Kristján Valur Ingólfsson fékk  37 atkvæði 7,8%
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fékk 76 atkvæði 16%
Dr. Sigurður Árni Þórðarson fékk 120 atkvæði 25,2%
Sr. Þórhallur Heimisson fékk 27 atkvæði 5,7%
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fékk 2 atkvæði 0,4%
Sr. Örn Bárður Jónsson fékk 49 atkvæði 10,3%

Sr. Arnfríður Guðmundsdóttir 1 atkvæði 0,2%