Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Áfram skelfur jörð við Öskju

12.11.2019 - 11:01
DCIM\106GOPRO
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir við Öskju, norðan Vatnajökuls, frá því á fimmtudag. Stærsti skjálftinn reið yfir á laugardag, 3,4 að stærð. Veðurstofu Íslands mun funda um málið síðar í dag.

Yfir 170 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því um miðnætti en skjálftar eru þekktir á þessum slóðum. Böðvar Sveinsson, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir samtali við fréttastofu fylgst sé grant með virkni á svæðinu. 

„Það eru alltaf hrinur á þessu svæði af og til en þetta er svolítið mikið núna. Það er þó engin hliðrun eða gosórói á svæðinu. Þetta byrjaði rólega á fimmtudag og virknin búin að vera jöfn og þétt síðan. Við fylgjumst vel með og munum funda um málið seinna í dag,“ segir Böðvar.

Óðinn Svan Óðinsson