Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Aflaverðmæti úr sjó í september jókst um 13,6%

05.12.2019 - 22:44
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Aflaverðmæti fyrstu sölu var 12,4 milljarðar króna í september sem er 13,6 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Verðmæti botnfisksafla var rúmir átta milljarðar og jókst um 26,5 prósent. Aukning var á verðmæti allra helstu botnfiskstegunda.

Verðmæti uppsjávarafla dróst saman um tæp sex prósent samanborið við sama mánuð í fyrra og var tæpir 3,6 milljarðar nú í september. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands var rúmir 7,6 milljarðar króna í septembermánuði. Verðmæti sjófrysts afla var rúmir 2,2 milljarðar og verðmæti afla sem seldur var á markað var tæpir 1,8 milljarðar króna í mánuðinum.

Á tólf mánaða tímabili, frá október í fyrra til september í ár, var aflaverðmæti úr sjó rúmir 144 milljarðar, sem er aukning um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. 

Hagtölur sem birtast í tilkynningu Hagstofunnar eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman