Aflandseignir 700 Ítala til skoðunar

20.01.2017 - 15:04
A marquee of the Arango Orillac Building lists the Mossack Fonseca law firm, in Panama City, Monday, April 4, 2016. Panama's president says his government will cooperate "vigorously" with any judicial investigation arising from the leak of
 Mynd: AP
Skattstofan á Ítalíu, L'Agenzia delle Entrate, hefur sent út fyrirspurnir um 700 ítalska ríkisborgara sem eiga eignir í skattaskjólum og eru nefndir í Panamaskjölunum. Óskir um frekari upplýsingar hafa verið sendar til landa þar sem talið er að þeir hafi komið eignum sínum fyrir.

Þetta kom fram á á fundi starfshóps skattayfirvalda í þrjátíu löndum, sem eiga samstarf um að vinna úr gögnum úr Panamaskjölunum. Fundurinn var haldinn í París. Samkvæmt upplýsingum ítölsku fréttastofunnar ANSA má búast við að nánari upplýsinga verði óskað á næstunni um eignir fleiri ítalskra ríkisborgara í aflandsfélögum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi