Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Afla þekkingar í þágu launafólks

15.10.2019 - 10:59
ASÍ · BSRB · Innlent · Stéttarfélög
Mynd: Arnar Páll Hauksson / Arnar Páll Hauksson
Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í gær. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála.

„Þetta er stórt skref því þarna erum við að leggja grunninn að því sem á vonandi eftir að dafna og vaxa næstu árin og vonandi næstu áratugina, segir Drífa Snædal, forseti ASÍ Þetta verði sjálfstæð rannsóknarstofnun sem hefur það skilgreinda hlutverk að afla þekkingar og miðla henni í þágu launafólks til að vanda til ákvarðana sem snerta launafólk. „ Og búa til betra undirlag fyrir okkar baráttu og til að auka velsæld í landinu og almennings.“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB,  segir að stofnun sem þessi eigi sér fyrirmyndir víða í nágrannalöndunum. „ Þó að þetta sé sjálfstæð stofnun þá eru eigendur hennar í þessu tilfelli ASÍ og BSRB,“ segir Sonja Ýr. Hún segir að í stjórn verði fulltrúi  frá fræðsamfélaginu. „Það er ekki nægilega mikið af vinnumarkaðsrannsóknum hér á landi.“ segir Sonja Ýr. Þetta sé leið til að bæta úr því.

Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Drífu Snædal í Speglinum

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV