Afhending bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness

epa06806049 (FILE) - British writer Ian McEwan poses for the media during an interview in Barcelona, Catalonia, Spain, 10 March 2017 (reissued 14 June 2018). Ian McEwan turns 70 on 21 June 2018.  EPA-EFE/QUIQUE GARCIA
 Mynd: EPA

Afhending bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness

19.09.2019 - 11:23

Höfundar

Ian McEwan tekur við Bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í dag. Hér er hægt að horfa á beint streymi Háskóla Íslands frá athöfninni.

Breski rithöfundurinn Ian McEwan tekur á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness við hátíðalega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar klukkan 11:30. Forsætiráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhendir verðlaunin og þá segir þýðandi McEwan, Árni Óskarsson, frá höfundinum og verkum hans. Að því loknu flytur McEwan sjálfur erindi.