Breski rithöfundurinn Ian McEwan tekur á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness við hátíðalega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar klukkan 11:30. Forsætiráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhendir verðlaunin og þá segir þýðandi McEwan, Árni Óskarsson, frá höfundinum og verkum hans. Að því loknu flytur McEwan sjálfur erindi.