Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Afgönskum flóttamönnum boðið að koma

09.05.2012 - 14:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðiðð að taka á móti allt að átta afgönskum flóttamönnum sem nú búa í Íran. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu um það í síðustu viku og stefnt er að því að flóttamennirnir komi í sumar.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjoðanna hefur lagt sérstaka áherslu á bága stöðu afganskra flóttamanna í Íran og þá sérstaklegra  kvenna. Samhliða versnandi efnahagsástandi í landinu hafa fordómar í garð flóttafólks vaxið og einstæðar mæður eru þar ekki síst varnarlausar. Flóttamannanefnd og Útlendingastofnun munu sjá um komu flóttamannannanna. Flóttamannastofnun sameinuðu þjóðanna aðstoðar við val þeirra sem boðið verður að koma.