Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Áfengi veitt á dvalarheimilum

23.08.2012 - 11:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Borgarráð hefur samþykkt tillögu sjálfstæðismanna um að hægt verði að veita dvalarheimilum aldraðra leyfi til vínveitinga. Meginreglan verður eftir sem áður sú að ekki sé veitt vínveitingaleyfi ef veitingastaðurinn er staðsettur á íbúðasvæði.

Áður var rætt um að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur vegna þessa máls sem hefði tekið mun lengri tíma. Athygli vakti í sumar þegar upplýst var um áform um að setja á fót kaffihús í dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þar sem hægt yrði að kaupa bjór og léttvín til klukkan átta að kvöldi.