Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Af svönum og Sonic Youth meðal annars..

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Af svönum og Sonic Youth meðal annars..

12.01.2018 - 17:26

Höfundar

Gestur þáttarins er Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi sem er ein af konunum á bakvið kvikmyndina Svanurinn sem var frumsýnd núna á dögunum.

Svanurinn er byggð á samnefndir sögu Guðbergs Bergssonar og er fyrsta kvikmyndin sem Ása Hlega Hjörleifsdóttir leikstýrir.

Með helstu hlutverk í myndinni fer hin 13 ára gamla Gríma Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Það er mikið af konum á bakvið Svaninn og Hlíns segir okkur hvers vegna, en hún mætir með uppáhalds rokkplötuna sína um kl. 21, en hún er með Sonic Youth!

Plata þáttarins er Led Zeppelin, fyrsta plata Led Zeppelin sem kom út í Bretlandi þennan dag árið 1969 fyrir 49 árum.

Platan var tekin upp í Olympic Studios í Barnes í London á 36 kukkustundum og kostaði ekki nema £1.782 £ sem þótti ekki sérlega mikið eða dýrt. Hún var að mestu tekin upp „live“ í hljóðverinu og litlu bætt við eftirá. Platan kom út nokkru síðar í Bandaríkjunum, eða 31. mars ´69.

Þessi plata fékk enga glimrandi gagnrýnenda þegar hún kom út en það kom ekki í veg fyrir að hún seldist vel og þessi nýja hljómsveit sló í gegn með plötunni.

Hljómsveitin var reyndar byggð á gruni annarar vinsællar hljómsveitar; The Yardbirds sem hafði nýlega liðast í sundur og breyst í „The New Yardbirds“ sem gítarleikarinn Jimmy Page leiddi. Það var hann sem safnaði saman mannskapnum sem myndaði The New Yardbirds sem breyttist svo í Led Zeppelin sem varð ein af stærstu, þekktustu og virtistu hljómsveitum rokksögunnar.

Með JImmy Page þar voru söngvarinn Robert Plant, bassaleikarinn John Paul Jones og trommarinn John Bonham. Allt séní!

Þegar Rolling Stone gerði lista yfir bestu plötur sögunnar árið 2003 lenti Led Zeppelin í 29. Sæti. Þegar listinn var uppfærður 2012 hélt hún sama sæti. Platan var vígð inn í frægðarhöll rokksins 2004.

Á þessari plötu eru lög eins og Babe i´m gonna leave you, Good times, bad times, Communication breakdown og Dazed and confused. Við heyrum amk. 3 lög af þessari plötu í þættinum.

Fréttapakki vikunnar frá garg.is er á sínum stað.

Við fáum svo A+B með The Police – fyrstu litlu plötuna sem Police gaf út 1. Maí 1979, en þennan dag, 12. Janúar 1977 fór fyrsta æfing The Police fram.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

...en hér er lagalistinn:
Das Kapital - Snertu mig
Helgi og Hljóðfæraleikararnir - Meira helvíti
Fræbbblarnir - Stagl
Legend - Frostbite
Slade - Rock´n roll preacher (live)
Pink Street Boys - Blast off
GARG-FRÉTTIR
The Alan Brown - All along the watchtower
SÍMATÍMI
Vonbrigði - Skriður
Queen - I´m in love with my car
Alice Cooper - Poison
Richard Hell & The Voidoids - Blak generation
HLÍN JÓHANNESDÓTTIR MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA - SONIC YOUT - DAYDREAM NATION
Innvortis - Hvað er þetta helvítis eithvað
HLÍN OG UPPÁHALDS ROKKPLATAN #1
Sonic Youth - Silver rocket
HLÍN OG UPPÁHALDS ROKKPLATAN #2
Sonic Youth - Hey Joni
Lynyrd Skynyrd - Simple man
Led Zeppelin - Your time is gonna come
Anathema - Endless ways
Led Zeppelin - Babe i´m gonna leave you