Ætlar að kenna Íslendingum að borða grænmeti

02.04.2018 - 12:34
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV/Landinn
Kokkurinn Moorthy er Akureyringum vel kunnur en hann hefur kryddað tilveru bæjarbúa í rúm 10 ár með túrmerik, karrý og tikka masala. Í tæplega 100 ára gömlum og agnarsmáum söluturni í miðbænum opnaði Moorthy Indian Curry Hut árið 2007 en nú eru tímamót því að Moorthy er fluttur á Ráðhústorg þar sem umtalsvert fleiri fermetrar gera gestum kleift að setjast niður og borða á staðnum.

Indian Curry Hut er orðið að Indian Curry House. Moorthy segir að hráefnið á Íslandi sé gott og nefnir sérstaklega lambakjötið. Kryddúrvalið mætti hins vegar vera betra og því flytur hann inn krydd frá Indlandi. Þar dvelur fjölskyldan í janúar á hverju ári. Moorthy leggur mikið upp úr því að hafa góða grænmetisrétti á boðstólum og það er ekki að ástæðulausu; „Íslendingar borða ekki grænmeti, bara kjöt“.

birnap's picture
Birna Pétursdóttir
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir
Landinn