Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aðstoðarmaður Ásmundar nýr stjórnarformaður TR

25.05.2018 - 15:29
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot  - RÚV
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann Tryggingastofnunar ríkisins. Ásta Möller verður áfram varaformaður stjórnarinnar og aðrir í stjórninni eru Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Sigursteinn Másson.

Arnar Þór var ráðinn aðstoðarmaður Ásmundar Einars í janúar. Hann var áður sveitarstjóri á Blönduósi og þar áður aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, þegar Jón var iðnaðarráðherra á árunum 2006 til 2007.

Hann tekur við stjórnarformennskunni hjá Tryggingastofnun af Árna Páli Árnasyni, fyrrverandi ráðherra og formanni Samfylkingarinnar, sem Þorsteinn Víglundsson skipaði í fyrra.

Mynd með færslu
Arnar Þór Sævarsson
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV