Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aðskilnaðarsinnar treysta stöðu sína í Aden

29.08.2019 - 10:59
Erlent · Asía · Jemen
epa07760694 Armed members of a separatist southern group attend the funeral of security personnel killed in a Houthi attack a week ago in the southern port city of Aden, Yemen, 07 August 2019. According to reports, hundreds of pro-secession southern Yemenis attended the funeral of security soldiers killed in an attack of a ballistic missile fired by the Houthi rebels against a security camp in the government-controlled city of Aden, killing at least 40 security personnel, including a key leader of UAE-backed separatist southern militia Munir Abu Yamamah. EPA-EFE/NAJEEB ALMAHBOOBI  EPA-EFE/NAJEEB ALMAHBOOBI
Aðskilnaðarsinnar fagna eftir að hafa náð Aden á sitt vald fyrir í þessum mánuði. Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemen hafa treyst stöðu sína í borginni Aden eftir harða bardaga við sveitir alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í landinu. 

Aðskilnaðarsinnar náðu völdum í Aden fyrr í þessum mánuði eftir að snurða hljóp á þráinn í samskiptum þeirra og stjórnarliða, en saman höfðu þeir barist gegn Hútí-hreyfingunni sem ræður stærstum hluta landsins.

Stjórn Abedrabbo Mansour Hadi, forseta Jemen, hafði haft aðsetur í Aden, en höfuðborgin Sanaa er á valdi Hútí-hreyfingarinnar.

Í gær lýsti Hadi því yfir að sveitir sínar hefðu endurheimt Aden, en foringjar úr liði beggja staðfestu í morgun að sveitir stjórnarliða hefðu hörfað frá borginni eftir harða bardaga undanfarinn sólarhring. Aðskilnaðarsinnar hefðu sent þangað mikinn liðsauka.

Talið er að aðskilnaðarsinnar séu að undirbúa sókn inn í héruðin Abyan og Shabwa ná þeim úr höndum stjórnarliða.

Atburðir undanfarinna vikna þykja benda til missættis milli Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkin hafa í samvinnu við önnur stutt stutt hernað stjórnarliða gegn Hútí-hreyfingunni.

Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa þjálfað og stutt sveitir aðskilnaðarsinna í suðurhluta Jemen, en þar er vaxandi fylgi við að lýðveldið Suður-Jemen, sem sameinaðist Norður-Jemen árið 1990, verði endurreist. 

Mohammad al-Hadhrami, varautanríkisráðherra í stjórn Hadis, staðhæfði í morgun að flugvélar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefðu varpað sprengjum á stjórnarliða í Aden í gær.