Adam Schiff flytur málið gegn Donald Trump

15.01.2020 - 16:38
epa08130936 Speaker of the House Nancy Pelosi (L), with House Permanent Select Committee on Intelligence Chairman Adam Schiff (2-L), Democratic Representative from Florida Val Demmings (2-R), and Democratic Representative from California Zoe Lofgren (R), responds to a question from the news media after introducing the House impeachment managers during a press conference in the US Capitol in Washington, DC, 15 January 2020. McConnell said the Senate trial against US President Donald J. Trump, on the charges of abuse of power and obstruction of Congress, will begin on 21 January.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mælir fyrir ákæru til embættismissis á hendur Donald Trump forseta í öldungadeild þingsins. Nancy Pelosi greindi frá þessu í þinghúsinu í Washington í dag.

Búist er við að réttarhöld yfir forsetanum hefjist á þriðjudag. Schiff stýrði rannsókn á hendur honum í fulltrúadeildinni. Hún varð til þess að tilkynnt var 18. desember að forsetinn yrði ákærður fyrir að hafa misbeitt völdum sínum og fyrir að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar.

Trump hefur farið hörðum orðum um rannsókn fulltrúadeildarinnar á embættisfærslum hans, ákærunni og ekki síst Nancy Pelosi, leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni.