Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar

Mynd:  / 

Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar

15.12.2018 - 12:30

Höfundar

„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.

„Bókin er nokkurskonar framhald af bókinni sem kom út fyrir tveimur árum, en þetta er nú mjög sjálfstætt framhald. Ég er búin að heyra það og held það líka sjálf, að það kveði við nýjan tón eins og sagt er,“ segir Steinunn. 

Að ljóði munt þú verða er tíunda ljóðabók Steinunnar og í henni er, að sögn höfundar, að finna mikið sólskin meðfram sorg og sársauka. „Og svo er ég líka að yrkja til skrifandi kvenna, en þær verða mér æ hugleiknari með árunum,“  segir Steinunn í samtali í Víðsjá um bókina sem hægt er að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan en bókin verður rædd frekar í Bók vikunnar síðar í desember. Umsjónarmaður þáttarins, Jórunn Sigurðardóttir spjallar þá við bókmenntafræðingana Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur og Einar Kára Jóhannsson.

Athygli er vakin á því að þátturinn Bók vikunnar um ljóðabókina Að ljóði munt þú verða eftir Steinunni Sigurðardóttur verður kominn í Spilara á Ruv.is 21. desember og verður á sínum stað á dagskrá Rásar 1, sunnudaginn 30. desember kl. 10.15.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér:

Mynd:  /