Að lokinni þakkarræðu sneri Davíð til baka að hljóðnemanum og spurði hvort honum yrði ekki hent út ef hann talaði lengi. Enginn svaraði því til og ákvað hann því að fara með skemmtilegan ljóðabálk. Davíð sagði að stundum væri óþarfi að setja einhverja tónlistarleysu ofan á góða kvikmynd en fór með ljóð um reykingar og sagði að ekki væri gaman að horfa á fjöll ef maður væri ekki að reykja eitthvað.