Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

AC/DC, Bítlarnir og allskonar

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

AC/DC, Bítlarnir og allskonar

11.11.2019 - 13:14

Höfundar

Það er enginn gestur í Füzz að þessu sinni en plata þáttarins er Black Ice sem er fimmtánda plata AC/DC ef við miðum við Ástralska útgáfu

Hún kom út 20. Október 2008 og var fyrsta plata sveitarinna síðan Stiff upper lip kom út árið 2000, en það hafði aldrei áður liðið svona langur tími milli platna. Og Black Ice er líka lengst plata AC/DC, hún er 15 lög og 55 mínútur.

Upptökustjóri er Brenda O'Brien og upptökur fóru fram í mars og apríl 2008 í The Warehouse studio í Vancouver í Kanada, en elstu lögin voru samin af bræðrunum Angus og Malcolm Young 2003. Sveitin skipti um plötufyrirtæki milli platna, fór frá Elektra Records til Sony, og það ásamt því að bassaleikarinn Clif Williams lenti í slysi lengdi tímann sem sveitin gat ekki spilað.

Black Ice kom eingöngu út á föstu formi, á CD og Vinyl, en AC/DC var ekki búin að setja tónlistina sína á netið á þessum tíma, það gerðist nokkrum árum seinna.

Fjögur lög af plötunni voru gefin út á smáskífum, Rock 'n' Roll Train, Big Jack, Anything Goes, og Money Made. Black Ice náði toppsæti vindældalista í 29 löndum, þar á meðal í Ástralíu, Canada, Bretlandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Black Ice er næst-mest selda plata ársins 2008 í heiminum, hún seldist í meira en 6 milljónum eintaka árið sem hún kom út. Eina platan sem seldist betur en Coldplay platan Viva La Vida or Death and All His Friends.

Platan fékk yfirleitt góða dóma, en sumum gagnrýnendum fannst hún of löng og of losaraleg. 15 lög er jú slatti. Lagið War Machine af plötunni hlaut Grammy verðlaun í flokknum Best Hard Rock Performance. Platan sjálf var svo tilnefnd til ótal verðlauna, Grammy, Brit, Juno og ARIA Music Awards. Sveitin fór í risa tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir. Hún hófst 2008 og stóð með hléum til ársins 2010.
Black Ice er síðasta plata AC/DC þar sem klassíska liðsskipan AC/DC sem gerði plötuna Back in Black 1980 spilar, en hljómsveitarstjórinn sjálfur, gítarleikarinn Malcolm Young þurfti að hengja gítarinn á statívið endanlega í september 2014 eftir að hafa verið greindur með heilabilun sem dró hann svo til dauða 2017. Allir hinir í hljómsveitinni kvöddu svo AC/DC með einum eða öðrum hætti síðla árs 2016 eftir að hafa klárað að fylgja eftir nýjustu plötunni, Rock or Bust sem kom út 2014.

Það sem er nýjast að frétt af AC/DC er að þeir Angus Young, bassaleikarinn Cliff Williams sem var hættur, söngvarinn Brian Johnson og trommarinn Phil Rudd sem höfðu báðir verið reknir úr hljómsveitinni, eru búnir að vera að taka upp plötu og þegar hún kemur út á að fara í tónleikaferð.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hannes Buff - S.H. Draumur og Led Zeppelin

Tónlist

Camilla Stones - No Doubt og REO Speedwagon

Tónlist

Una Stef - Beatles - Arcade Fire og Tornados

Tónlist

Bibbi - Bad Religion og Manics