Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ábendingar um hvaltannaþjófa

28.03.2012 - 15:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglunni í Stykkishólmi hafa borist ábendingar um hverjir gætu hafa verið að verki þegar kjálka og tönnum úr búrhval var stolið, og hefur ákveðna aðila grunaða. Engin kæra hefur hins vegar borist vegna málsins svo ekki stendur yfir eiginleg rannsókn.

Lögreglan segir að svo líti út fyrir sem fleiri en einn hafi verið að verki, í aðskildum tilvikum.

Það hafi því smátt og smátt verið kroppað í hræið, sem rak á land í Beruvík í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi um síðustu helgi.