Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Abdeslam handtekinn í Brussel

18.03.2016 - 17:27
epa05218693 Belgian security forces seal off an area during an anti-terror operation in the Molenbeek neighborhood of Brussels, Belgium, 18 March 2016. Media reports claim that fugitive terror suspect Salah Abdeslam has been wounded but arrested alive
 Mynd: EPA
Salah Abdeslam, grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París í nóvember, var handtekinn í Brussel í dag. Embættismenn greindu frá þessu síðdegis og Theo Francken, ráðherra málefna innflytjenda í Belgíu, staðfesti það á samskiptamiðlinum Twitter.

Franska lögreglan sagði að Abdeslam hefði særst á fæti þegar ráðist var til atlögu gegn honum í húsi í Molenbeek-hverfinu í Brussel.  

Belgíska lögreglan hefur staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum í samstarfi við frönsku lögregluna síðustu daga til að hafa uppi á öllum sem tengjast Parísarárásunum. 

Abdeslam er 26 ára. Hann fæddist í Brussel, en er franskur ríkisborgari. Hann bjó í Molenbeek-hverfinu fyrir árásirnar í París 13. nóvember.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV