Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Á yfir höfði sér lífstíðardóm

08.01.2020 - 15:10
Mynd: AP / AP
Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm.

Árum saman var á reiki orðrómur um að kvikmyndamógúllinn Weinstein hefði beitt konur kynferðisofbeldi. Hér heyrðum við Seth MacFarlane, skapara Family Guy, gera grín að Weinstein á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2013. Það er fyrir sex árum. Fjórum árum áður en fyrstu ásakanirnar komu fram opinberlega. MacFarlane sagði að hann hefði gert þetta í ljósi þess að Weinstein hafði áreitt meðleikkonu hans.

epa08106024 Seth MacFarlane arrives for the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/NINA PROMMER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Seth MacFarlane, skapari Family Guy

Rúmlega fjórum og hálfu ári síðar eða 5. október 2017 birtist ítarleg grein um Weinstein í New York Times þar sem farið var ofan í saumana á ásökunum um kynferðislegt ofbeldi Weinsteins til margra áratuga. Meðal þeirra kvenna sem sögðu sögu sína voru leikkonurnar Rose McGowan og Ashley Judd. Weinstein var meðal annars sakaður um að krefja konur um líkamsnudd og að horfa á sig nakinn. Þá lofaði hann ungum stúlkum frægð og frama í skiptum fyrir kynferðislega greiða. Weinstein viðurkenndi að hafa valdið miklum sársauka en hafnaði því að hafa áreitt konur eða beitt þær ofbeldi um áratugaskeið. Grófum ásökunum rigndi inn og Weinstein hraktist úr starfi.

epa08106241 (CORRECTION) – This is to amend image epaepa08106149 issued on 05 January 2020, correcting identification to Charlize Theron (not: Gwyneth Paltrow). The revised caption reads: 

epa08106149 Charlize Theron arrives for the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/NINA PROMMER  EPA-EFE/NINA PROMMER (CORRECTION)
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Gwyneth Paltrow hefur sakað Weinstein um áreitni

Nokkrum dögum síðar gerði James Corden úr Late Show ósmekklegt grín að þessu öllu saman á góðgerðarkvöldverði í Los Angeles. Fórnarlömb Weinsteins urðu æf. Rose McGowan sagði Corden ógeðslegt svín og ítalska leikkonan Asia Argento sem sakaði Weinstein um nauðgun þegar hún var 21 árs tók undir svínslíkinguna og beindi spjótum sínum af þeim sem rýttu með honum í salnum.

epa04221267 US actress Uma Thurman (L) and US director Quentin Tarantino (R) arrive for the screening of 'Sils Maria' (Clouds of Sils Maria) during the 67th annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 23 May 2014. The movie is presented in
 Mynd: EPA
Quentin Tarantino hefur unnið mikið með Weinstein

Fimm dögum eftir afhjúpun New York Times birti New Yorker ítarlega grein þar sem þrettán konur til viðbótar sökuðu Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni af ýmsum toga. Þrjár þeirra sökuðu hann um nauðgun og tvær komu fram undir nafni, leikkonurnar Asia Argento og Lucia Stoller. Greinin var byggð á tíu mánaða rannsóknarvinnu. Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie voru meðal þeirra sem sökuðu Weinstein um kynferðislega áreitni og eiginkona Weinsteins tilkynnti að hún væri farinn frá honum. Tveimur dögum síðar steig aðstoðarkona hans fram, Lisa Rose, og sagði að hann hefði tælt hana inn í herbergi og farið að tala um nudd og aðra óþægilega hluti.

epa05013523 US actress Angelina Jolie Pitt (L) and her husband US actor Brad Pitt arrive for the world premiere of the movie 'By The Sea' at the TCL Theatre in Hollywood, California, USA, 05 November 2015. 'By The Sea' is the opening
Angelina Jolie og Brad Pitt á meðan allt lék í lyndi. Mynd: EPA
Angelina Jolie hefur sakað Weinstein um áreitni

Næstu daga, vikur og mánuði hrúguðust ásakanirnar inn og væri alltof langt mál að telja það allt saman upp. Harvey Weinstein var og er helsta andlit #metoo-hreyfingarinnar. Valdamikill karlmaður sem nýtti stöðu sína til að beita ótrúlegan fjölda kvenna ofbeldi. Leikarinn Matt Damon sagði að mál Weinsteins breytti öllu og George Clooney tók í sama streng.

epa06254011 (FILE) - Harvey Weinstein, head of Miramax talks on his mobile phone at the third day of meeting at Allen and Company's 22nd Annual Media Conference in Sun Valley, Idaho, USA, 09 July 2004 (reissued 09 October 2017). According to media reports on 09 October 2017, Hollywood producer Harvey Weinstein was fired from The Weinstein Company, which he co-founded, after additional information surfaced concerning his conduct amid accusations of decades of sexual harassment.  EPA-EFE/PETER FOLEY / POOL
 Mynd: EPA
Harvey Weinstein

Á mánudag hófust réttarhöld yfir Weinstein þar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað konum og beitt þær öðru kynferðislegu ofbeldi. Fyrsta skrefið verður að velja tólf manns í kviðdóm. Talið er að það taki um hálfan mánuð. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin sjálf taki hálfan annan til tvo mánuði.

epa06179623 US film director George Clooney with his wife  Amal Alamuddin Clooney arrive for the premiere of 'Suburbicon' during the 74th Venice Film Festival in Venice, Italy, 02 September 2017. The movie is presented in the official
 Mynd: EPA
George Clooney og Amal Alamuddin Clooney

Ákæruliðirnir í dómsmálinu eru fimm talsins, þar með talin nauðgun á hótelherbergi í New York árið 2013 og fyrir að þvinga konu til kynferðisathafna árið 2006. Weinstein var handtekinn vegna málsins í maí 2018 en sleppt mánuði síðar gegn einnar milljónar dollara tryggingu. Saksóknari í málinu er Joan Illuzzi-Orbon en hún sótti Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi yfirmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til saka í sambærilegum málum árið 2011.

epa00771358 Harvey Weinstein of The Weinstein Company arrives on the third day at Allen & Company's 24th Annual Media and Technology Conference in Sun Valley Idaho, Thursday  July 13, 2006.  EPA/PETER FOLEY
 Mynd: EPA
Harvey Weinstein

Hinn 67 ára gamli Harvey Weinstein neitar sök. Talskona hans segir að Weinstein telji að í öllum tilfellum hafi samþykki beggja verið fyrir hendi. Donna Rotunno, einn af lögfræðingum hans, segir að varist verði að fyllstu hörku. Hún segir að í kynferðislegum samkiptum séu alltaf grá svæði og ekki óeðlilegt að upplifun tveggja aðila geti verið mismunandi. Hún segist sannfærð um að Weinstein verði hreinsaður af öllum saknæmum áburði í málinu. Hann hafi vissulega hagað sér ósæmilega en það sé langur vegur frá því og glæpsamlegu athæfi, hvað þá nauðgun. Hún segist sannfærð um að Weinstein sé ekki nauðgari. Ekki er talið að Weinstein sjálfur beri vitni í málinu.

epa05929935 US actor/cast member Tom Hanks (L) and his wife US actresses Rita Wilson (R) arrive for the premiere of 'The Circle' during the 2017 Tribeca Film Festival in New York, New York, USA, 26 April 2017. The film festival runs from 19 to
 Mynd: EPA - RÚV
Tom Hanks og Rita Wilson

Ekki má rugla þessu tiltekna máli við einkamál hóps kvenna sem hefur sakað Weinstein um kynferðislega áreitni af margvíslegum toga. Í síðasta mánuði var greint frá því að hann hefði náð samkomulagi við lögmenn ríflega þrjátíu leikkvenna og fyrrverandi samstarfskvenna um að hann reiði fram 25 milljónir dollara gegn því að þær felli niður ákærur á hendur honum. Reyndar er mikil óánægja með þann samning og óvíst hvort samkomulagið verði endanlega staðfest.

Harvey Weinstein, center, leaves court following a bail hearing, Friday, Dec. 6, 2019 in New York. (AP Photo/Mark Lennihan)
 Mynd: AP
Harvey Weinstein

En opinbera málið hófst á mánudag og þar gæti Weinstein átt yfir höfði sér allt að ævilangt fangelsi. Leikarinn Tom Hanks segir að mál Weinsteins eigi eftir að valda algjörum straumhvörfum í Hollywood.