24 hafa fundist látnir í húsarústum í Kambódíu. Yfirvöld segja litlar sem engar líkur á því að nokkur finnist þar á lífi héðan af. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðan nýbyggingin hrundi snemma á laugardagsmorgun. 24 til viðbótar hefur verið náð lifandi úr rústunum, og eru flestir þeirra á sjúkrahúsi.