Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Á þriðja tug látinn eftir húshrun í Kambódíu

24.06.2019 - 06:25
Erlent · Asía · Kambódía
epa07667554 A Cambodian rescue team searches for missing workers at the site of a collapsed building on a construction site in Preah Sihanouk province, Cambodia, 23 June 2019. A new seven-story building owned by a Chinese company, collapsed in Preah Sihanouk province, killing at least 18 workers and leaving 24 workers injured, according to reports.  EPA-EFE/MAK REMISSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
24 hafa fundist látnir í húsarústum í Kambódíu. Yfirvöld segja litlar sem engar líkur á því að nokkur finnist þar á lífi héðan af. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir síðan nýbyggingin hrundi snemma á laugardagsmorgun. 24 til viðbótar hefur verið náð lifandi úr rústunum, og eru flestir þeirra á sjúkrahúsi.

Fórnarlömbin eru öll verkamenn sem voru að störfum í nýbyggingunni. Verið var að leggja lokahönd á sjö hæða hús í bænum Sihanoukville í Preah Sihanouk héraði. Bærinn er vinsæll ferðamannastaður með fjölda hótela og spilavíta í eigu kínverskra fjárfesta. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV