Á þriðja tug fórst í flugslysi í Austur-Kongó

24.11.2019 - 13:37
Rescuers and onlookers gather amidst the debris of an aircraft operated by private carrier Busy Bee which crashed in Goma, Congo Sunday, Nov. 24, 2019.  The plane carrying at least 17 passengers crashed Sunday on takeoff in Congo's eastern city of Goma in North Kivu province, killing those on board, officials said, and possibly people on the ground after the aircraft crashed into residential homes. (AP Photo/Justin Kabumba)
 Mynd: AP
Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar farþegavél hrapaði í íbúðahverfi í borginni Goma í Austur-Kongó í morgun þar á meðal 16 farþegar og 2 í áhöfn vélarinnar.  Óttast er að fleiri hafi farist á jörðu niðri. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvelli borgarinnar. Flugöryggi er talið verulega ábótavant í landinu og flugslys þar tiltölulega tíð.

Dornier-vélin sem fórst var á leið til borgarinnar Beni sem er 350 kílómetra norður af Goma. Hún hafði ekki verið nema um mínútu í loftinu þegar hún hrapaði að því BBC hefur eftir heimildarmanni sínum á flugvellinum. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi