Á þriðja tug fíkniefnabrota á Þjóðhátíð

05.08.2017 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það var erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Þrír gistu fangageymslur lögreglu vegna ölvunar og óspekta og tveir vegna ofbeldisbrota. Í morgun var framin ein líkamsárás til viðbótar í heimahúsi. Þá hafa á þriðja tug fíkniefnabrota komið upp í Eyjum frá því að Þjóðhátíð hófst.

Lagðar hafa verið fram kærur vegna líkamsárásanna, en þær voru ekki alvarlegar að sögn lögreglufulltrúa í Vestmannaeyjum.

Mjög margir voru í Herjólfsdal í nótt að sögn lögreglufulltrúa.

birkirbi's picture
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV