Jörð hefur haldið áfram að skjálfa í grennd við Grindavík í dag þar sem dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa yfir 50 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir tveir að stærð.
Frá því að jarðskjálftahrinan hófst þann 21. janúar hafa yfir 1.300 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir um 2 km NA af Grindavík. Enn bendir ekkert til gosóróa, en land hefur risið um fimm sentímetra við fjallið Þorbjörn.
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir því að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota.