Á fjórða þúsund föst eftir smit í skemmtiferðaskipi

07.03.2020 - 12:39
In this Feb. 11, 2020 photo, the Grand Princess cruise ship passes the Golden Gate Bridge as it arrives from Hawaii in San Francisco. California's first coronavirus fatality is an elderly patient who apparently contracted the illness on a cruise, authorities said Wednesday, March 4, and a medical screener at Los Angeles International Airport is one of six new confirmed cases. The cruise ship is at sea but is expected to skip its next port and return to San Francisco by Thursday, according to a statement from Dr. Grant Tarling, the chief medical officer for the Carnival Corp., which operates the Grand Princess. Any current passengers who were also on the February trip will be screened. (Scott Strazzante/San Francisco Chronicle via AP)
Grand Princess á siglingu í San Francisco-flóa 11. febrúar. Golden Gate brúin í baksýn.  Mynd: AP
Tuttugu og eitt smit hefur verið staðfest hjá farþegum og áhöfn um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir ströndum Kaliforníu. Á síðasta sólarhringnum hafa 49 látist vegna veirunnar á Ítalíu.

3533 farþegar eru um borð í skemmtiferðaskipinu sem dólar nú undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum.  Skemmtiferðaskip er kannski ekki réttnefni lengur en farþegum var meinað að ganga frá borði eftir að þrjú sem dvalið höfðu á skipinu greindist smituð af Covid-19 veirunni. Einn þeirra, maður á áttræðisaldri, lést á sjúkrahúsi í Sacramento í vikunni. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði að sýni yrðu tekin úr öllum um borð og í dag var 21 smit staðfest í farþegum og áhöfn um borð.

Skipið heitir Grand Princess og er úr sama flota og skemmtiferðaskipið Diamond Princess, þar sem hátt í 700 farþegar smiðuðust í síðasta mánuði. 

197 látin á Ítalíu

Stjórnvöld á Ítalíu greindu frá því í gær að 49 hefðu látist vegna veirunnar síðastliðinn sólarhringinn þar í landi. Veiran hefur nú dregið 197 til dauða þar í landi. Samkvæmt upplýsingum frá þarlendum yfirvöldum er meðalaldur hinna látnu 81 ár og mikill meirihluti þeirra glímdi við aðra undirliggjandi sjúkdóma.

Útbreiðsla veirunnar hefur orðið til þess að hætt hefur verið við ýmsa viðburði víða um heim. Þannig var tilkynnt í dag að árlega tónlistarhátíðin South By Southwest, sem haldin  er í Texas í Bandaríkjunum ár hvert, verður ekki haldin í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 34 ára sögu hátíðarinnar sem hún er blásin af, en hátt í áttatíu þúsund tónleikagestir sækja hátíðina ár hvert. 

Skipuleggjendur Eurovision meta aðstæður

Útbreiðsla Covid-19 veirunnar hefur áhrif víða. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær velja Danir sitt framlag til Eurovision í kvöld frammi fyrir galtómum sal, eftir að stjórnvöld þar í landi settu á bann við samkomum þar sem fleiri en þúsund koma saman. Svíar velja sömuleiðis sitt framlag í kvöld, þar gildir ekki samkomubann en þau sem keppnina halda hafa biðlað til gesta að mæta ekki hafi þau dvalið á skilgreindum hættusvæðum undanfarnar tvær vikur. 
Eurovision söngvakeppnin verður haldin í Rotterdam í maí, eftir að Duncan Laurence tryggði Hollendingum sigur í keppninni í fyrra með legi sínu Arcade. 

Hollenska sjónvarpið, NPO, heldur keppnina og forsvarsmenn þar á bæ segja að ekki hafi komið til tals að fresta keppninni í ár vegna veirunnar. Hins vegar séu skipuleggjendur búnir að teikna upp ýmsar sviðsmyndir og séu tilbúnir að breyta áformum. Fjöldi greindra smita í Hollandi fór í gær úr 32 í 128. Þar í landi hefur þónokkrum viðburðum, á boð við tónleika, verið aflýst eða frestað vegna veirunnar.

Talsmaður EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, sagði sömuleiðis að þar á bæ væri fylgst grannt með gangi mála og ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 
 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi