„Á bak við mig hef ég allan her Guðs“

Mynd:  / 

„Á bak við mig hef ég allan her Guðs“

09.02.2019 - 11:30

Höfundar

„Það verður að afnema þessi kynvillulög. Lög um það að maður og maður séu hjón? Sem er bara bull,“ segir séra Guðmundur Örn Ragnarsson sem segist biðja fyrir ríkisstjórninni á hverjum degi og vonast til að hún byrji að setja lög í samræmi við orð Guðs. Guðmundur er viðmælandi Jóns Ársæls í Paradísarheimt sem er á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld.

Séra Guðmundur var á sínum tíma rekinn úr embætti frá Þjóðkirkjunni eftir að hann sagði djöfulinn leika lausum hala á Seltjarnarnesi og fjölmargir íbúar þar ættu vísa vist í helvíti. Hann er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar kemur að því að túlka ritninguna, segir að andskotinn sé víða að verki og ýmsar meinsemdir í samfélaginu megi rekja til illra anda. „Ég trúi því að geðveiki sé komið af stað af illum öndum. En það mega náttúrulega geðlæknar ekki heyra.“ Og Guðmundur telur að fleira en geðræn vandamál megi rekja til andaheimsins. „Ég trúi til dæmis að krabbamein, það sé andi sem valdi því. Það eru andlegir hlutir sem koma hlutunum af stað. Við sjáum aftur og aftur í ritningunni að Jesús rekur þennan sjúkdómsanda út.“

Guðmundur segist taka það að sér að reka út illa anda. „Að sjálfsögðu. Ef þú þarft að losna við illan anda, þá er ég alveg tilbúinn að hasta það.“ Hvernig ferðu að því? „Þú spurðir hvort ég væri í liði Drottins allsherjar, ég segi já. Þá hef ég líka umboð frá Guði. Þegar ég segi „Í Jesú nafni, vík burt Satan!“ þá geri ég ráð fyrir því að Satan víki því á bak við mig hef ég allan her Guðs. Ég er fulltrúi Guðs þegar ég tala.“

Tengdar fréttir

Menningarefni

Missti föður og tvíburabróður á jóladag

Menningarefni

„Við verðum að tala um allt“

Bókmenntir

Ekki skáld, bara dópisti og rugludallur?

Mannlíf

„Snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar“