Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Á annan tug skjálfta austur af Öskju

14.12.2012 - 14:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Á annan tug skjálfta varð um hádegisbil austur af Öskju, nálægt Herðubreiðartöglum. Sá stærsti var um 2,4. Önnur álíka hrina varð þarna á þriðjudag. Skjálftarnir eru allir á um 25 kílómetra dýpi í jarðskorpunni, en það þykir benda til þess að um kvikuhreyfingar sé að ræða.

Engin breyting hefur orðið á dýpt þessara skjálfta; að sögn jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni bendir enn ekkert til þess að þarna sé kvika á uppleið. Grannt hefur verið fylgst með svæðinu í nágrenni  Herðubreiðartagla og Upptyppinga undanfarin ár vegna skjálftahrina sem þar verða.