Á annan tug skjálfta varð um hádegisbil austur af Öskju, nálægt Herðubreiðartöglum. Sá stærsti var um 2,4. Önnur álíka hrina varð þarna á þriðjudag. Skjálftarnir eru allir á um 25 kílómetra dýpi í jarðskorpunni, en það þykir benda til þess að um kvikuhreyfingar sé að ræða.