Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Á annan tug lést í bílsprengingu í Sómalíu

28.03.2019 - 13:56
Mynd:  / 
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og á annan tug særðir eftir að bílsprengja sprakk í dag við hótel og veitingahús Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Tvö veitingahús eru í rúst eftir sprenginguna. Einnig eyðilögðust margir bílar sem hafði verið lagt þar sem bíllinn sprakk. Margt fólk var á ferðinni nálægt árásarstaðnum.
Haft er eftir yfirmanni sjúkraflutninga í Mogadishu að líkast til hafi manntjón verið mun meira en yfirvöld hafa greint frá. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér, en böndin berast að hryðjuverkasamtökunum Al-Shabaab. Þau hafa nokkrum sinnum áður komið fyrir sprengjum á svipuðum slóðum.  
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV