Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

85% vilja leyfa staðgöngumæðrun

22.01.2011 - 09:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Tæp 85% landsmanna vilja leyfa staðgöngumæðrun samkvæmt niðurstöðu könnunar sem birt er í Fréttablaðinu í morgun. 15,3% eru andvíg því.

Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun MMR sem birt var á þriðjudaginn. Þar vildu 87% landsmanna leyfa staðgöngumæðrun en 13% vildu það ekki. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins vilja 61,2% landsmanna þó aðeins leyfa staðgöngumæðrun ef hún er ekki í hagnaðarskyni. 23,6% vilja leyfa hana án skilyrða. Heldur fleiri konur en karlar vilja leyfa staðgöngumæðrun og er yngra fólk líklegra til að vilja leyfa hana en eldra fólk. Hringt var í 800 manns úr slembiúrtaki úr þjóðskrá í könnun Fréttablaðsins og tóku 88,5% afstöðu.