802 greindir með COVID-19

26.03.2020 - 13:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
65 ný smit af COVID-19 hafa bæst við síðan í gær, samkvæmt nýjum tölum á vefnum COVID. Af þeim sem hafa greinst með sýkinguna hafa 49 prósent verið í sóttkví. Þrír sem hafa greinst með kórónuveiruna eru á tíræðisaldri. Tveir karlar og ein kona á sjötugsaldri eru í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Nærri 900 sýni voru tekin í gær. Athygli vekur að af 802 smitum eru aðeins 90 sem eru skráð óþekkt.

Alls hafa 92 greinst með COVID-19 sjúkdóminn á Suðurlandi og þar eru 1.181 í sóttkví.  Á Suðurlandi eru flestar sýkingar fyrir utan höfuðborgarsvæðið þar sem 602 hafa greinst með veiruna. 

Á Norðurlandi vestra hafa 17  sýkts og á Norðurlandi eystra hafa verið staðfest 13 smit. Á Suðurnesjum eru 37 með COVID--19 og þar eru 450 í sóttkví.

Af þeim sem hafa fengið kórónuveiruna hefur nærri helmingur þegar verið í sóttkví. Fjórir sjúklingar á aldrinum 80 til 99 ára hafa greinst með sýkinguna en stærsti hópurinn er á aldrinum 40 til 49. 

Ekki er langt síðan að óþekkt smit voru flest en miðað við tölfræðina á covid.is hefur verið talsverður gangur hjá smitrakningarteyminu. Af þeim 802 smitum sem hafa verið staðfest eru aðeins 90 sem eru  núna skráð óþekkt.  Flestir hafa nú smitast innanlands eða 459.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi