Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

800 björgunarsveitarmenn sinnt um 700 verkefnum

14.02.2020 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Ingvarsson - RÚV
Um 800 björgunarsveitarmenn komu að um 700 verkefnum tengdum veðrinu í dag. Helstu verkefnin voru vegna foktjóns á lausamunum og byggingum. Víða fuku klæðningar af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og huga þurfti að bátum í höfnum. Björgunarsveitarfólk mannaði lokunarpósta á 17 stöðum í samráði við Vegagerðina.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

Tilkynnt hefur verið um eitt slys tengt veðrinu þegar karlmaður slasaðist illa þegar þakplata fauk á hann í Hvalfirði. Björgunarsveitarfólk sótti manninn og ók með hann til móts við sjúkrabíl sem flutti hann á Landspítalann.

Björgunarsveitarfólk á syðri hluta landsins hefur nú lokið störfum en enn eru að berast tilkynningar um verkefni á Noðrurlandi og Vestfjörðum.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV