Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

80% vilja að Sigmundur hætti á Alþingi

08.04.2016 - 18:56
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - RÚV
80% svarenda könnunar Félagsvísindastofnunar háskólans vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem þingmaður. 64% svarenda eru hlynnt því að Bjarni Benediktsson segi af sér embætti fjármálaráðherra og 60% að Ólöf Nordal segi af sér embætti innanríkisráðherra.

Félagsvísindastofnun lagði nokkrar spurningar fyrir 862 dagana 7. og 8. apríl. Rétt rúmur helmingur þeirra sem tóku afstöðu vill að kosið verði til Alþingis í vor, 26% vill kjósa í haust en 23% vill kjósa að ári. 

Tæplega fjórðungur er ánægður með skipan Sigurðar Inga Jóhannssonar í embætti forsætisráðherra. 41% ánægð með skipan Lilju Daggar Alfreðsdóttur í embætti utanríkisráðhera og 23% með skipan Gunnars Braga Sveinssonar í embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. 

Umfjöllun um aflandsfélög hefur dregið úr 75% svarenda í garð Sigmundar Davíðs, 80% svarenda vilja að hann segi af sér sem þingmaður.