Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

75 greinst með COVID-19 síðasta sólarhringinn

20.03.2020 - 11:14
epa08308213 Nurses prepare a test kit before collecting a specimen from a patient at a coroanvirus drive through testing location in Seattle, Washington, USA, 19 March 2020. UW Medicine is offering COVID-19 tests to patients with appointments after an initial screening.  EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
75 hafa verið greindir með COVID-19 síðasta sólarhringinn og hafa því samtals 409 fengið sýkinguna hér á landi. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá sóttvarnarlækni. 4.166 eru í sóttkví en 9.189 sýni hafa verið tekin. 7 eru á sjúkrahúsi. Lítill munur er á fjölda þeirra sýkinga þar sem uppruni er óþekktur og síðan þeim sem sýktust erlendis.

Langflestar sýkingarnar eru á höfuðborgarsvæðinu en 349. Þar eru 2.934 í sóttkví. 30 smit eru á Suðurlandi og þar eru 544 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra hafa greinst tvö smit og þar eru 194 í sóttkví.  Á Suðurnesjum eru 19 smit og 141 í sóttkví. 

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV