75 hafa verið greindir með COVID-19 síðasta sólarhringinn og hafa því samtals 409 fengið sýkinguna hér á landi. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá sóttvarnarlækni. 4.166 eru í sóttkví en 9.189 sýni hafa verið tekin. 7 eru á sjúkrahúsi. Lítill munur er á fjölda þeirra sýkinga þar sem uppruni er óþekktur og síðan þeim sem sýktust erlendis.