Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

73 prósent hlynnt móttöku fleiri flóttamanna

19.10.2016 - 11:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Nærri þrír fjórðu þeirra sem hafa tekið kosningapróf RÚV telja mikilvægt að Ísland eigi í meiri samvinnu við alþjóðastofnanir um að taka á við fleiri flóttamönnum. 23 prósent eru mjög eða frekar ósammála. 

 

32.926 hafa svarað spurningunni um flóttamenn. Fólk er beðið um að svara því hversu sammála eða ósammála það er fullyrðingunni: „Ísland á í samvinnu við alþjóðastofnanir að taka við fleiri flóttamönnum sem flýja stríð og ógnir.“

73 prósent segjast frekar eða mjög sammála fullyrðingunni. Af þeim eru 12.147 algjörlega sammála, eða tæp 37 prósent. Fjórðungur þátttakenda segist frekar eða mjög ósammála fullyrðingunni og reyndust níu prósent þeirra algjörlega ósammála. 

Hægt er að taka kosningaprófið á ruv.is en rétt er að geta þess að prófið er til gamans gert en getur gefið vísbendingar um það með hvaða frambjóðanda fólk eigi mesta samleið með.

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV