Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

700 símtöl vegna snjómoksturs

19.12.2014 - 13:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 700 símtöl hafa borist Reykjavíkurborg á degi hverjum undanfarið, vegna snjómoksturs. Tugir bíla og vinnuvéla eru notaðar við snjóhreinsun og hálkueyðingu í höfuðborginni. Snjómokstur hefst iðulega klukkan fjögur á nóttunni, og stendur fram á kvöld.

Töluvert annríki hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarna daga vegna hálkuslysa. Mikið er um að fótgangandi detti í sköflum og hálkublettum, helst eldra fólk og þeir sem eiga erfitt með gang. Margir hafa beinbrotnað, jafnvel fengið alvarlega áverka eins og mjaðmagrindarbrot. Vakthafandi læknir á slysadeild minnir fólk á að aðstoða ættingja og nákomna við jólainnkaupin, margir eigi ekki heimangengt vegna ófærðar.