Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

70 ár frá Evrópumeistaratitli Gunnars Huseby

Mynd:  / 

70 ár frá Evrópumeistaratitli Gunnars Huseby

24.09.2016 - 19:55
Í ár eru 70 ár frá því Ísland eignaðist Evrópumeistara í íþróttum í fyrsta sinn. Það gerðist á Bislet leikvangnum í Osló í lok ágúst 1946 þegar Gunnar Huseby vann gullverðlaun í kúluvarpi.

Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi þann 23. ágúst 1946 á Evrópumótinu Osló þegar hann kastaði 15,56 metra og varð í kjölfarið íþróttastjarna á Íslandi. Gunnar varði svo titilinn fjórum árum síðar á EM í Brüssel. Hann lést árið 1995 en er ennþá goðsögn í íslenskri íþróttasögu.

Afrek Gunnars var rifjað upp í íþróttafréttum RÚV í kvöld í tilefni þess að 70 ár eru liðin. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.