Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

69 prósent hafna framsali ríkisvalds

21.02.2014 - 11:56
Mynd með færslu
 Mynd:
68,9 prósent eru mjög eða frekar andvíg því að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig að Alþingi geti framselt hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR hefur gert fyrir vefsíðuna Andríki.

14,4 prósent eru mjög eða frekar hlynnt því að stjórnarskrá verði breytt með þessum hætti og 16,7 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Nokkuð fleiri eru fylgjandi slíkri stjórnarskrárbreytingu á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og fólk með lengra nám að baki er líklegra til að styðja stjórnarskrárbreytingu en þeir sem luku skyldunámi eða starfsnámi. Í öllum tilfellum er andstaðan þó um eða yfir 60 prósentum.

Könnunin var netkönnun og úrtakið valið handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, 983 svöruðu könnuninni.