648 með staðfest smit - fyrsta smitið á Austurlandi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
648 manns eru nú með staðfest COVID-19 smit hér á landi. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Nýjar tölur voru birtar klukkan 13. Þetta er fjölgun um 61 staðfest smit frá því í gær. Eitt smit hefur greinst á Austurlandi, en það er í fyrsta skipti sem smit er staðfest í fjórðungnum. Smit hefur þar með greinst í öllum landshlutum.

Alls eru nú 597 í einangrun, 13 á sjúkrahúsi og 8.205 í sóttkví. 1.594 hafa lokið sóttkví. Þá hefur 51 batnað, að því er fram kemur á covid.is.

Alls er búið að taka 10.658 sýni hér á landi.

Hér má lesa nánar um tölfræðina á covid.is.

 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi