63 vilja vera sveitarstjórar í Hvalfirði

15.07.2014 - 16:18
Mynd með færslu
 Mynd:
73 sóttu um starf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, en umsóknarfrestur um starfið rann út 7. júlí. Tíu drógu umsókn sína til baka, svo eftir standa 63 umsækjendur.

Meðal umsækjenda um starfið eru Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Gunnar Þórðarson, fótboltaþjálfari. Þá sækir um fjöldi viðskiptafræðinga, lögfræðinga og stjórnsýslufræðinga auk fólks af ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Nýkjörin sveitarstjórn í Hvalfjarðarsveit lýsti eftir umsóknum um starf sveitarstjóra eftir sveitastjórnakosningar í vor, en í sveitarstjórninni sitja Björg­vin Helga­son, oddviti, Arn­heiður Hjör­leifs­dótt­ir,  Stefán Gunn­ar Ármanns­son , Daní­el A. Ottesen og Jónella Sig­ur­jóns­dótt­ir. Kosningarnar voru óbundnar.

Hvalfjarðarsveit er meðal best stæðu sveitarfélaga landsins og skýrir það kannski að einhverju leiti mikinn áhuga á starfi sveitarstsjóra þar. Björgvin Helgason sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að óljóst væri hvenær hægt væri að ganga frá ráðningunni, enda mikil vinna fyrir höndum við að fara yfir umsóknirnar.

Lista yfir alla umsækjendur má nálgast hér.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi