Einyrkjum í lögmannastétt hefur fækkað og fleiri lögmenn starfa á stærri lögmannsstofum. Lögmönnum hefur fjölgað um 31 prósent síðustu sex ár, helmingur þeirra er undir fertugu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Lögmannablaðið í haust og sagt er frá í nýjasta tölublaði þess.