Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

60 fluttir með bát frá Súðavík

28.12.2012 - 22:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Yfir 60 manns voru fluttir með bát frá Súðavík til Ísafjarðar í kvöld eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðist vegna snjóflóða. Nokkrir eru þó enn strandaglópar í Súðavík.

Farþegabátur frá Ísafirði sótti um 60 manns til Súðavíkur í kvöld en ekki var lagt í að fara þriðju ferðinna þannig að á annan tug manna eru strandaglópar í Súðavík og hafa fengið inni í gistiheimili í nótt. Þeirra á meðal er flutningabílstjórinn Óskar Gunnar Karlsson. Hann var hinsvegar undir það búinn að komast ekki alla leið til Ísafjarðar. Hann sér fram á að vera strandaglópur á Súðavík í sólarhring eða meira.