Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

60 bjargað af manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi

29.11.2019 - 01:37
Mynd með færslu
 Mynd: SOS Mediterranee - Twitter
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking bjargaði í kvöld 60 manns af yfirfullri og afar ótraustri bátskænu á Miðjarðarhafinu, um 60 sjómílur frá Líbíuströndum. Þriggja mánaða kornabarn og þriggja ára bróðir þess voru á meðal fólksins um borð.

Fara þurfti af mikilli gát við björgunarstörfin og gæta þess að allt færi vel, rólega og skipulega fram, til að óstöðugum trébátnum hvolfdi ekki. Allt gekk þó að óskum og öllum 60 var komið heilu og höldnu um borð í Ocean Viking, sem gerður er út af Læknum án landamæra og samtökunum SOS Mediterranee.