Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

52,25% samþykktu verkfall hjá VR

12.03.2019 - 13:10
Efnahagsmál · Innlent · Kjaramál · Verkfall · VR
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Félagsmenn í VR samþykktu verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þetta var tilkynnt nú eftir hádegi í höfuðstöðvum VR í Kringlunni.

302 samþykktu tillöguna eða 52,25% þeirra sem greiddu atkvæði en 45,33% eða 262 höfnuðu henni. 2,42%, eða 14 manns, tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 959 en 578 greiddu atkvæði. Það þýðir að þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 60,27%. Einfaldur meirihluti dugði og því var tillaga um boðun verkfalls samþykkt í atkvæðagreiðslunni. 

Greidd voru atkvæði um verkfall félagsmanna VR sem starfa hjá hópbílafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 12.

Verkfallsaðgerðirnar dreifast á 15 daga. Fyrsta verkfallið er fyrirhugað 22. mars og svo verða allt að fimm tveggja og þriggja daga verkföll fram að ótímabundnu verkfalli 1. maí.

Verkfallið gildir fyrir eftirfarandi fyrirtæki:

 • Fosshótel Reykjavík ehf.
 • Íslandshótel hf.
 • Flugleiðahótel ehf.
 • Cabin ehf.
 • Hótel Saga ehf.
 • Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
 • Hótel Klettur ehf.
 • Örkin Veitingar ehf.
 • Keahótel ehf.
 • Hótel Frón ehf.
 • Hótel 1919 ehf.
 • Hótel Óðinsvé hf.
 • Hótel Leifur Eiríksson ehf.
 • Hótel Smári ehf.
 • Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)
 • Hótel Holt Hausti ehf.
 • Hótelkeðjan ehf.
 • CapitalHotels ehf.
 • Kex Hostel
 • 101 (einn núll einn) hótel ehf.

Kosið var um verkfallsaðgerðir samkvæmt eftirfarandi dagsetningum:

 • Klukkan 00:01-23:59 þann 22. mars (1 dagur).
 • Klukkan 00:01 þann 28. mars til 23:59 þann 29. mars (2 dagar).
 • Klukkan 00:01 þann 3. apríl til 23:59 þann 5. apríl (3 dagar).
 • Klukkan 00:01 þann 9. apríl til 23:59 þann 11. apríl (3 dagar).
 • Klukkan 00:01 þann 15. apríl til 23:59 þann 17. apríl (3 dagar).
 • Klukkan 00:01 þann 23. apríl til klukkan 23:59 þann 25. apríl (3 dagar).
 • Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí.