41 sækir um stöðu útvarpsstjóra

10.12.2019 - 15:48
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Alls sótti 41 um starf útvarpsstjóra sem var auglýst laust til umsóknar 15. nóvember. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Starfið var auglýst eftir að Magnús Geir Þórðar­son sagði starfi sínu lausu, en hann var skipaður þjóð­leik­hús­stjóri frá og með 1. janúar. Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­stjóra frá árinu 2014.

Upphaflegur umsóknarfrestur rann út 2. desember en ákveðið var að framlengja hann um viku, eða til 9. desember. 

„Stjórn RÚV ræður útvarpsstjóra. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir, og hefur stjórn fengið ráðningafyrirtækið Capacent til að hafa umsjón með því verkefni. Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá stjórn RÚV.

 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi