Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

40 féllu í hörðum bardögum í Malí

02.10.2019 - 04:07
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops
Nokkuð róstusamt hefur verið í Malí síðustu misseri og vígamenn gert nokkrar mannskæðar árásir á ári hverju.  Mynd: EPA
Minnst 25 malískir hermenn féllu og um 60 er saknað eftir árás íslamskra hryðjuverkamanna á tvær herbækistöðvar nærri landamærum Malís og Búrkína Fasó, samkvæmt tilkynningu yfirvalda. Fimmtán úr liði árásarmanna voru felldir í átökunum. Hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða gegn bækistöðvum hersins í bæjunum Boulkessy og Mondoro á mánudag og harðir bardagar héldu áfram, með hléum þó, fram eftir þriðjudegi.

Herinn, með aðstoð flughersins, hefur nú náð fullum yfirráðum í Boulkessy og Mondoro á ný, segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í Malí. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV