Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

4 samþykktu 1 felldi

08.11.2019 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RÚV
Fjögur af þeim fimm félögum háskólamanna sem höfðu samið við ríkið samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins felldi samninginn.

Yfir 67%  félagsmanna þessara fimm félaga tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Félögin sem samþykktu voru Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Kjarasamningurinn gildir til fjögurra ára, frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2023.

Háskólamenntaðir starfsmenn stjórnarráðsins þurfa  samkvæmt niðurstöðunni í daga að setjast aftur að samningaborðinu.  17 önnur félög háskólamanna eiga eftir að semja við ríkið.

Niðurstöður í %

Félaga háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins: já 38,61, nei 57,81 og auðir seðlar 3,59

Fræðagarður- stéttarfélag háskólamenntaðra: já 63,9, nei 32,16 og auðir seðlar 3,94%.

Félag íslenskra Félagsvísindamanna: Já 37,71, nei 35,71, auðir 4,29%

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga: já 57,65, nei 41,18 og auðir seðlar 1,18%.

Stéttarfélags lögfræðinga: já 49,5, nei  46,6, auðir seðlar 3,77%

 

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV