
Vegna ítrekaðra brota á reglum um aðbúnað búfjár, síðasta vetur og fyrr, var allt fé sem náðist til á bænum flutt á brott í gær. Matvælastofnun hafði gert kröfu um verulegar endurbætur á húsakosti og aðstöðu fyrir veturinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði því ekki verið sinnt og því var ákveðið að lóga fénu.
Matvælastofnun leitaði aðstoðar lögreglu og réði flokk manna til að smala jörðina. Þeir náðu um 300 kindum sem fluttar voru til slátrunar hjá SS á Selfossi. Að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri, gekk smölunin þokkalega og segir hann allt hafa farið vel fram, miðað við aðstæður.
Samkvæmt upplýsingum fréttatofu fór Matvælastofnun í aðgerðina á Efri - Steinsmýri í krafti nýrra dýraverndarlaga sem gefa yfirvöldum möguleika á að grípa inni áður en vanhöld verða. Þessa dagana eru sauðfjárbændur að hýsa fé þannig að féð á Efri - Steinsmýri hefur væntanlega verið þokkalega haldið í haganum fram að þessu enda tíðarfar verið nokkuð gott.