Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

30 Mjölnismenn í tökum fyrir Nóa

17.06.2013 - 13:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Hátt í áttatíu Íslendingar tóku þátt í tökum bandaríska leikstjórans Darrens Aronofsky hér á landi í vikunni fyrir kvikmynd hans Nóa. Meðal þeirra voru þrjátíu liðsmenn bardagafélagsins Mjölni. Aronofsky fór af landi brott í gær en gæti verið væntanlegur aftur til landsins síðar á árinu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er Aronofsky áhugasamur um að halda sérstaka forsýningu fyrir Íslendinga á kvikmyndinni Nóa en stór hluti hennar var tekinn upp hér landi.

Aronofsky sagði á blaðamannafundi í síðustu viku að íslenskt landslag og umhverfi hefði verið þeim mikill innblástur við gerð myndarinnar.

Myndin segir, eins og nafnið gefur til kynna, frá Biblíuhetjunni Nóa og skartar Russell Crowe, Emmu Watson, Ray Winstone og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum. Ekki liggur þó fyrir hvort eitthvað af þessum leikurum komi til Íslands í tengslum við mögulega forsýningu.

Aronofsky hefur verið duglegur að tísta á Twitter-síðu sinni um heimsókn sína núna en þar má meðal annars sjá þessa undarlegu kvikmyndatökuvél.