Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

30 karlmenn með lögheimili þar sem enginn býr

22.05.2018 - 12:10
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Sigurðsson - RÚV
Þrjátíu karlmenn eru með lögheimili á gamla pósthúsinu á Þingeyri þar sem enginn býr. Einn þeirra er Hannibal Sigurvinsson. Bróðir hans á húsið og hann segir að 29 litáískir smiðir, sem starfa hjá honum á suðvesturhorninu, hafi skráð lögheimili sitt í húsinu þar sem þeir höfðu ekki stað fyrir lögheimilið.

Hannibal segir mennina hafa verið með lögheimili á Þingeyri frá árinu 2016. Við skráningu mannana í húsið á Þingeyri hafi verið hugsað til sveitarfélagsins og að það fengi útsvar mannanna sem hlaupi á milljónum. Hannibal segir að áður hafi hluti mannanna búið í ósamþykktu húsnæði á suðvesturhorninu en svo sé ekki lengur. Hannibal gerir ekki ráð fyrir því að að lögheimili mannanna verði mikið lengur á Þingeyri. Húsið er nú til sölu.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður